Kæru íslendingar

Við höfum opnað hótelið aftur eftir um tveggja mánaða lokun og notuðum tímann vel. Við endurnýjuðum spa aðstöðu okkar og bjóðum nú uppá mjög góða aðstöðu í lúxus herbergjum (28 – 55 fm), spa með 32 fm heitum innipotti, 27 fm heitum útipotti, köldu baði í tunnu, saunaklefa, nudd og slökunarherbergi með arinofni. Veitingar eru úr héraði og eru galdraðar fram af einum besta kokki landsins. Barinn okkar býður svo uppá fjölbreytt úrval drykkja.

Frá opnun hótelsins í ágúst 2018 höfum við eingöngu þjónustað erlenda gesti því er hótelið lítt þekkt á meðal íslendinga. Við höfum fengið hæstu einkunnir frá erlendum gestum okkur, m.a. hefur Trip Advisor valið okkur besta hótel landsins (af 2.600 hótelum). Kynnið ykkur umsagnir gesta á Trip Advisor.

Til að kynna þetta sértaka hótel á Íslandi bjóðum við uppá kynningarverð í sumar og fram að áramótum þar sem við gefum meira en 50% afslátt af verðum. Á hótelinu, sem er 1000 fm., eru 13 herbergi: 10 Deluxe, 2 Junior Suites og 1 Grand Suite. Veitingasalurinn tekur um 40 gesti í sæti. SPA-ið er 200 fm.

 

TILBOÐ VETURINN 2020-2021

Deluxe Herbergi (28 fm) tveir gestir, með morgunmat og þriggja rétta kvöldverði fyrir tvo: 40.000 kr. Junior Suite (35fm) tveir gestir, með morgunmat og þriggja rétta kvöldverði fyrir tvo: 50.000 kr. The Grand Suite (55fm) tveir til þrír gestir, með morgunmat og þriggja rétta kvöldverði fyrir tvo: 70.000 kr.

Vegna mikillar eftirspurnar verðum við með jólahlaðborð bæði föstudaga og laugardaga helgarnar: 13. -14., 20. – 21., og 27. – 28. Nóvember og 4. – 5., 11 – 12., og 18. – 19. Desember

Deluxe herbergi 50.000 kr. Junior Suite 62.500 kr. og The Grand Suite 87.500 kr.

Börn undir 12 ára aldri fá fría dvöl og kvöldverð. Börn 12 ára og eldri greiða fullt gjald.

Aðgangur að 200 fm. SPA er innifalið í öllum tilboðum.

Innritun kl. 15 og útskrift daginn eftir kl. 12.  Aðkoma er frá bílastæði meðfram SPA-i, ekki um aðalinngang vegna lagfæringa á aðkomu.

Við bjóðum uppá nudd, verð eru:
30 mín. 5.000 kr.
60 mín. 10.000 kr.

Við viljum benda gestum á að ekki er heimilt að neyta eigin drykkja í almennu rými hótelsins eins og lounge (setustofu), veitingastað og spa.

Við bjóðum alltaf uppá þriggja rétta máltíð að hætti kokksins. Kjöt eða fiskrétti í aðalrétt. Forréttir og eftirréttir eru að vali kokksins á hverjum tíma.

Takið eftir, gestir sitja við tvö langborð.

 

 

 

Við meigum ekki gleyma okkar sérstaka SPA-i, sem er 200 fm með tveimur náttúrulaugum. Þar er í boði heitur pottur (32fm), útipottur (27fm), kaldur pottur (íspottur), sauna, nuddherbergi og slökunarrými með arinofni.

 

 

 

 

 

Lúxus hótel, jólahlaðborð, heitir pottar og sauna

Við bjóðum jólahlaðborð á föstudögum og laugardögum frá 13. nóvember til 19. desember. Verð eru 25% hærri en hefðbundin tilboð okkar. Það er vegna hærri kostnaðar við mat. Hlaðborðið samanstendur af: Síld, Graflax, Reyktur lax, Hangikjöt, Jólaskinka, Villikjötbollur í sveppasósu, Fylltar kalkúnabringur, Purrusteik, Risalamande, Súkkulaðifrauð, Rúgbrauð, Brauð, Dillsósa, Hvitlaukskrem, Eggjahræra, Uppstúf og kartöflur, Eplasalat, Jóla rauðkál, Grænar baunir, Sæt kartöflumús, Sykurbrúnaðar kartöflur, Soðsósa, Villibráð af ýmsum tegundum.

 

 

 

 

 

Munið líka eftir ferðagjöfinni frá stjórnvöldum. Ef þið notið ferðagjöfina fyrir tvo eru Deluxe herbergi (28fm) og þriggja rétta kvöldverður fyrir tvo á 30.000 kr.

 

 

 

 

 

 

 

Hótelið er staðsett í Flóahreppi 10 km austur af Selfossi. Í nágrenni hótelsins eru helstu ferðamannastaðir landsins.

 

 

 

Munið svo eftir að við erum með allar veitingar í boði, óáfenga og áfenga drykki eins og kokteila, valin vín og öl.

 

 

 

 

 

 

Gjafabréf. Sendið okkur póst og við afgreiðum gjafabréf á 5 mínútum. Sendum ykkur PDF skjal innan 5 mín. eða fallega hannað gjafabréf í pósti.

 

 

Þessi verð gilda aðeins þegar þið pantið með því að hafa samband í síma 562 2900 eða í póstfang stay@360hotel.is

Það er nauðsynlegt að panta allt framangreint með a.m.k. eins dags fyrirvara til að tryggja gæði þjónustunnar. Þeir sem hringja samdægurs eiga á hættu að fá ekki gistingu.

Gætið að því að afbóka með dags fyrirvara, öðrum kosti verðið þið að greiða fyrir gistingu einnar nætur.

Með bestu sumarkveðjum,

Ólafur Sigurðsson, hótelstjóri