Kæru íslendingar

Þann 6. Júní 2020 opnuðum við hótelið fyrir íslendingum eftir tveggja mánaða lokun. Á þessum tveimur mánuðum endurnýjuðum við spa aðstöðu okkar og bjóðum nú uppá mjög góða aðstöðu í lúxus spai, með 32 fm heitum innipotti, 27 fm heitum útipotti, köldu baði í tunnu, saunaklefa, nudd og slökunarherbergi með arinofni. Veitingar hótelsins eru úr héraði og eru galdraðar fram af einum besta kokki landsins. Barinn okkar býður svo uppá fjölbreytt úrval drykkja. Hótelið flokkast undir Boutique hótel og hefur fengið vottun frá Vaka sem fjögurra stjörnu hótel. Boutique hótel byggja oft á sérstakri hönnun. Í okkar tilfelli lögðum við áherslu á hráa áferð (industrial design) í bland við hágæða húsgögn.

Frá opnun hótelsins í ágúst 2018 höfum við eingöngu þjónustað erlenda gesti því var hótelið lítt þekkt á meðal íslendinga. Við höfum fengið hæstu einkunnir frá erlendum sem innlendum gestum okkur, m.a. hefur Trip Advisor valið okkur besta hótel landsins (af 2.600 hótelum), Booking gefið okkur 9,4 í einkunn og Expedia 9,6. Kynnið ykkur umsagnir gesta á Trip Advisor.

Frá því við hófum kynningu á hótelinu í júní 2020 hefur fjöldi íslendinga sótt okkur heim og við spurst út. Á síðvetrardögum 2021 erum við orðin mjög vinsæl á meðal íslending og er ekki lát á aðsókn.

Til að kynna þetta sértaka hótel á Íslandi bjóðum við uppá hagstæð verð fram í lok maí 2021. Á hótelinu, sem er 1000 fm., eru 13 herbergi: 10 Deluxe, 2 Junior Suites og 1 Grand Suite. Veitingasalurinn tekur um 40 gesti í sæti. SPA-ið er 200 fm. Hér er nánari lýsing á aðstöðunni:

Deluxe Herbergi (28 fm) með King Size rúmi frá Serta, sem hefur verið valið eitt besta hótelrúmið, stóru baðherbergi með sturtu og vask fyrir hana og hann. Innifalið í verði er kvöldverður, morgunverður og aðgangur að 200 fm. spa-i með tveimur heitum pottum (32 og 27 fm), köldum potti, sauna og slökunarherbergi. Nudd er í boði en greiðist sérstaklega.

Fram til 31. Maí Deluxe herbergi 50.000 kr.

Junior Suite (35fm) með King Size rúmi frá Serta, sem hefur verið valið eitt besta hótelrúmið, stóru baðherbergi með sturtu og baðkari og vask fyrir hana og hann. Innifalið í verði er kvöldverður, morgunverður og aðgangur að 200 fm. spa-i með tveimur heitum pottum (32 og 27 fm), köldum potti, sauna og slökunarherbergi. Nudd er í boði en greiðist sérstaklega.

Fram til 31. Maí Junior Suite 63.000 kr.

The Grand Suite (55fm) með California King Size rúmi (200x200cm) frá Serta, sem hefur verið valið eitt besta hótelrúmið, stóru baðherbergi með sturtu og baðkari og vask fyrir hana og hann. Setustofa með svefnsófa. Innifalið í verði er kvöldverður, morgunverður og aðgangur að 200 fm. spa-i með tveimur heitum pottum (32 og 27 fm), köldum potti, sauna og slökunarherbergi. Nudd er í boði en greiðist sérstaklega.

Fram til 31. Maí Grand Suite 89.000 kr.

Börn undir 7 ára aldri fá fría dvöl, morgunmat og kvöldverð. Börn 7-11 ára greiða hálft verð fyrir dvöl, morgunmat og kvöldverð. Börn 12 ára og eldri greiða fullt gjald.

Innritun er kl. 15 og útskrift daginn eftir kl. 12. Dvöl er greidd við útskrift.

Ekki er heimilt að koma með áfenga drykki til neyslu í almennu rými hótelsins.

Nauðsynlegt er að afbóka með 72 tíma fyrirvara.

Við bjóðum uppá nudd, verð eru: Svæðanudd í 30 mín. 5.000 kr. Heildnudd í 60 mín. 10.000 kr. Við bjóðum paranudd og nudd fyrir óléttar konur. Nudd er í boði frá komu kl. 15-20. Einnig er í boði nudd að morgni brottfarardags frá kl. 09-12.

 

Við megum ekki gleyma okkar sérstaka SPA-i, sem er 200 fm með tveimur náttúrulaugum. Þar er í boði heitur pottur (32fm), útipottur (27fm), kaldur pottur (ístunna), sauna, nuddherbergi og slökunarrými með arinofni. SPA-ið er opið frá kl. 08 til 24.

 

Takið eftir, gestir sitja við tvö langborð og það er þjónað til borðs.

Til að geta boðið þessi verð bjóðum við uppá fastan matseðil (ekki ala carte), annað hvort er fiskur eða lambakjöt í aðalrétt, ekki er val um að breyta matseðlinum. Þeir gestir sem þjást af ofnæmi eða eru grænmetisætur eru beðnir að láta okkur vita með a.m.k. tveggja daga fyrirvara. 

 

Kvöldverður kl. 19.30 og 20.30, þegar við þurfum að skipta í hópa vegna fjölda, og morgunverður frá kl. 08-10.

 

Í sumar förum við aftur í gömlu verðskrána (sjá heimasíða) en bjóðum eins og áður kvöldverð innifalinn (half board). Við munum bjóða grillrétti á spjóti úr sérvöldu hráefni. Grillað yfir viðarkolum. Hvað er notalegra en að vera í heitum potti á fallegum sumardegi með kaldan drykk, fara síðan í nudd og í slökun á eftir. Að kvöldi að gæða sér á nautagrillsteik með bakaðri kartölfu, salati og sérvöldum ferskum sósum, drekka valin vín með. Ljúka svo kvöldinu með góðum drykk og fara seint að sofa við söng fuglanna á sumarnóttu.

 

 

 

Munið líka eftir ferðagjöfinni frá stjórnvöldum.

 

 

 

 

 

 

 

Fyrirtæki, við bjóðum uppá sérlega góða aðstöðu. Skjávarpi, tjald, tafla, fundarborð eða hægindastólar. Veitingar, spa, gisting. Hvataferðir, hópefli, fundir. Hentar minni fyrirtækjum.

 

 

 

 

 

Hótelið er staðsett í Flóahreppi 10 km austur af Selfossi. Í nágrenni hótelsins eru helstu ferðamannastaðir landsins.

 

 

 

 

Munið svo eftir að við erum með allar veitingar í boði, óáfenga og áfenga drykki eins og kokteila, valin vín og öl. Ekki er  heimilt að koma með eigin drykki til neyslu á hótelinu í almenni rýni. Ef gestir óska eftir að drekka valin vín sem þeir kaupa sjálfir er tappagjald 2.500 kr. á flöskuna. 

 

 

 

 

 

 

 

Gjafabréf. Sendið okkur póst og við afgreiðum gjafabréf á 5 mínútum. Sendum ykkur PDF skjal innan 5 mín. eða fallega hannað gjafabréf í pósti.

Þessi verð gilda aðeins þegar þið pantið með því að bóka á heimasíðu okkar, hafið samband í síma 562 2900 eða í póstfang stay@360hotel.is

Afbókanir þurfa að berast 72 tímum fyrir komu, að öðrum kosti erum við neydd til að innheimta fullt gjald.

Með bestu vetrarkveðjum,

Ólafur Sigurðsson, hótelstjóri