Kæru íslendingar

Við höfum opnað hótelið aftur eftir um tveggja mánaða lokun og notuðum tímann vel. Við endurnýjuðum spa aðstöðu okkar og bjóðum nú uppá mjög góða aðstöðu í lúxus herbergjum (28 – 55 fm), spa með 32 fm heitum innipotti, 27 fm heitum útipotti, köldu baði í tunnu, saunaklefa, nudd og slökunarherbergi með arinofni. Veitingar eru úr héraði og eru galdraðar fram af einum besta kokki landsins. Barinn okkar býður svo uppá fjölbreytt úrval drykkja.

Frá opnun hótelsins í ágúst 2018 höfum við eingöngu þjónustað erlenda gesti því er hótelið lítt þekkt á meðal íslendinga. Við höfum fengið hæstu einkunnir frá erlendum gestum okkur, m.a. hefur Trip Advisor valið okkur besta hótel landsins (af 2.600 hótelum). Kynnið ykkur umsagnir gesta á Trip Advisor.

Til að kynna þetta sértaka hótel á Íslandi bjóðum við uppá kynningarverð fram í maí 2021 þar sem við gefum um 50% afslátt af verðum. Á hótelinu, sem er 1000 fm., eru 13 herbergi: 10 Deluxe, 2 Junior Suites og 1 Grand Suite. Veitingasalurinn tekur um 40 gesti í sæti. SPA-ið er 200 fm. Hér er nánari lýsing á aðstöðunni:

Deluxe Herbergi (28 fm) með King Size rúmi frá Serta, sem hefur verið valið eitt besta hótelrúmið, stóru baðherbergi með sturtu og vask fyrir hana og hann. Innifalið í verði er kvöldverður, morgunverður og aðgangur að 200 fm. spa-i með tveimur heitum pottum (32 og 27 fm), köldum potti, sauna og slökunarherbergi. Nudd er í boði en greiðist sérstaklega.

Í boði eru tveir kostir:

  1. Herbergi með þriggja rétta kvöldverði að hætti kokksins. Þar er val á milli kjöt-, eða fiskrétta í aðalrétt.
  2. Herbergi með 14 rétta jólamatseðli. Jólaréttirnir eru bornir fram á bökkum.

DL herbergi með þriggja rétta kvöldverði 40.000 kr.

DL herbergi með jólamatseðli 50.000 kr. 

Junior Suite (35fm) með King Size rúmi frá Serta, sem hefur verið valið eitt besta hótelrúmið, stóru baðherbergi með sturtu og baðkari og vask fyrir hana og hann. Innifalið í verði er kvöldverður, morgunverður og aðgangur að 200 fm. spa-i með tveimur heitum pottum (32 og 27 fm), köldum potti, sauna og slökunarherbergi. Nudd er í boði en greiðist sérstaklega.

Junior Suite með þriggja rétta kvöldverði 50.000 kr.

Junior Suite með jólamatseðli 62.500 kr. 

The Grand Suite (55fm) með California King Size rúmi (200x200cm) frá Serta, sem hefur verið valið eitt besta hótelrúmið, stóru baðherbergi með sturtu og baðkari og vask fyrir hana og hann. Setustofa með svefnsófa. Innifalið í verði er kvöldverður, morgunverður og aðgangur að 200 fm. spa-i með tveimur heitum pottum (32 og 27 fm), köldum potti, sauna og slökunarherbergi. Nudd er í boði en greiðist sérstaklega.

Grand Suite með þriggja rétta kvöldverði 70.000 kr.

Grand Suite með jólamatseðli 87.500 kr. 

Börn undir 7 ára aldri fá fría dvöl, morgunmat og kvöldverð. Börn 7-11 ára greiða hálft verð fyrir dvöl, morgunmat og kvöldverð. Börn 12 ára og eldri greiða fullt gjald.

Innritun kl. 15 og útskrift daginn eftir kl. 12.

Við bjóðum uppá nudd, verð eru:
30 mín. 5.000 kr.
60 mín. 10.000 kr.

Takið eftir, gestir sitja við tvö langborð og það er þjónað til borðs.

Við meigum ekki gleyma okkar sérstaka SPA-i, sem er 200 fm með tveimur náttúrulaugum. Þar er í boði heitur pottur (32fm), útipottur (27fm), kaldur pottur (ístunna), sauna, nuddherbergi og slökunarrými með arinofni.

Lúxus hótel, 14 rétta jólamatseðill, heitir pottar og sauna

Við bjóðum jólamatseðil frá 20. nóvember til 19. desember. Matseðilinnn samanstendur af: Tvíreykt geitalæri, Laufabrauð, Bláberjarjómi, Reykt bleikja, Jólasíld, Villibráðarbollur, Humarsúpa, Marineruð purusteik, Fyllt kalkúnabringa, Hangikjöt, Eplasalat, Heimalagað rauðkál, Púrtvínssósa, Sykurbrúnaðar kartöflur, Sæt kartöflumús, Grænar baunir, Kartöflur í uppstúf, Ris ala mandle, Bláberja sykurmús, Súkkulaðikaka, o.s.frv.

 

 

 

Grillkvöld þegar sól hækkar á lofti

Frá laugardeginum 9. janúar 2021, alla laugardaga fram á vor, bjóða við uppá matarupplifun sem þið munið aldrei gleyma. Nautakjöt grillað á snúningsgrilli yfir viðarkolum. Entrecote eða Rib eye. Með bökuðum kartöflum, salati og sósum sem kitla bragðlaukana. Þessi grillaðferð kemur frá Brasilíu og nefnist Churrasco a Rodizio á máli heimamanna. Forréttur og eftirréttur valinn af kokkinum hverju sinni. Vín parað við kjötið en ekki innifalið í verði.

 

 

 

 

 

Munið líka eftir ferðagjöfinni frá stjórnvöldum.

 

 

 

 

 

 

Hótelið er staðsett í Flóahreppi 10 km austur af Selfossi. Í nágrenni hótelsins eru helstu ferðamannastaðir landsins.

 

 

 

 

Munið svo eftir að við erum með allar veitingar í boði, óáfenga og áfenga drykki eins og kokteila, valin vín og öl.

 

 

 

Gjafabréf. Sendið okkur póst og við afgreiðum gjafabréf á 5 mínútum. Sendum ykkur PDF skjal innan 5 mín. eða fallega hannað gjafabréf í pósti.

Þessi verð gilda aðeins þegar þið pantið með því að hafa samband í síma 562 2900 eða í póstfang stay@360hotel.is

Vegna mikillar ásóknar í hótelið verðum við að biðja gesti að greiða á degi bókunar. Þessi greiðsla er óendurkræf. Þetta erum við neydd til að gera vegna þess hve við höfum fengið mikið af afbókunum á síðustu stundu. Samtímis höfum við þurft að neyta áhugasömum um gistingu vegna fullbókaðs hótels.

Með bestu vetrarkveðjum,

Ólafur Sigurðsson, hótelstjóri