Kæru íslendingar,

Frá opnun hótelsins í ágúst 2018 höfum við eingöngu þjónustað erlenda gesti því var hótelið lítt þekkt á meðal íslendinga. Við höfum fengið hæstu einkunnir frá erlendum sem innlendum gestum okkur, Booking gefið okkur 9,4 í einkunn og Expedia 9,6. Kynnið ykkur einnig umsagnir gesta á Trip Advisor. Hótelið flokkast undir boutique hótel sem fjögurra stjörnu hótel. Boutique hótel byggja oft á sérstakri hönnun. Í okkar tilfelli lögðum við áherslu á hráa áferð (industrial design) í bland við hágæða húsgögn. Á hótelinu, sem er 1000 fm., eru 13 herbergi: 10 Deluxe, 2 Junior Suites og 1 Grand Suite. Veitingasalurinn tekur um 30 gesti í sæti. Heitu böðin eru 200 fm. Þegar Covid19 veiran gerði vart við sig í mars 2020 lokuðum við hótelinu í tvo mánuði. Við opnuðum hótelið aftur í Júní. Frá þeim tíma einbeittum við okkur að innlendum markaði og okkur til mikillar ánægju hópuðust íslendingar til okkar til að njóta helgardvala. Við vorum svo heppin að kynnast fjölda íslendinga en samkvæmt tölum okkar komu um 2000 íslendingar í heimsókn á 12 mánaða tímabili. Sumarið 2021 fylltist af erlendum gestum en íslendingar drógu úr komu, líklega vegna vonar um að komast erlendis. Árið 2022 kom okkur svo á óvart, hingað fjölmenntu erlendir gestir, meira en við gátum annað, og nú í byrjun Ágúst er enn stanslaus straumur. September er fullbókaður en svo fer að draga úr ásókn og þá bjóðum við tilboð til íslendinga. Þessi tilboð gilda frá Október 2022 fram í Apríl 2023. Eftirfarandi verð eru í boði, innifalið í öllum verðum er morgunverður og aðgangur að náttúruböðum með fjórum heitum pottum, köldum potti og sauna:

Deluxe Herbergi (28 fm) 49.000 kr.  Herbergið er með King Size rúmi frá Serta, sem hefur verið valið eitt besta hótelrúmið, stóru baðherbergi með sturtu og vask fyrir hana og hann.

Junior Suite (35fm) 59.000 kr. Junior Suite með King Size rúmi frá Serta, stóru baðherbergi með sturtu og baðkari og vask fyrir hana og hann.  

The Grand Suite (55fm) 89.000 kr. The Grand Suite er með California King Size rúmi (200x200cm) frá Serta, stóru baðherbergi með sturtu og baðkari og vask fyrir hana og hann. Setustofa með svefnsófa.  

Börn undir 4 ára aldri fá fría dvöl, morgunmat og kvöldverð. Börn 5-11 ára greiða hálft verð fyrir dvöl, morgunmat og kvöldverð. Börn 12 ára og eldri greiða fullt gjald.

Innritun er kl. 15 og útskrift daginn eftir kl. 12. Dvöl er greidd við útskrift.

Nauðsynlegt er að afbóka með viku fyrirvara.

Takið eftir að við erum með tvo íslenska hunda á hótelinu. Þeir sem eru með ofnæmi eða óttast hunda eru beðnir um að láta okkur vita fyrir dvöl svo við getum gert ráðstafanir. Gestir geta komið með eigin hunda.

Við bjóðum uppá nudd, aðeins er í boði 60-90 mín. Verð er 15.000 og 20.000 kr. Nudd er í boði frá kl. 15-22 og 08-12. Nauðsynlegt er að panta nudd með a.m.k. þriggja daga fyrirvara. 

Við megum ekki gleyma okkar sértöku náttúruböðum við hlið hótelsins. Þar er innipottur (32fm), útipottur (27fm), tveir 4 manna pottar uppi á hæð, kaldur pottur (ístunna), sauna og nuddherbergi. Böðin eru opin frá kl. 08 til 23.

Morgunverðarhlaðborð er frá kl. 08-10. Morgunverðarborðið okkar kalla erlendir gestir okkar eitt besta morgunverðarborð sem þeir hafa fengið. Enda erum við stöðugt að bæta úrvalið m.a. með lífrænu hráefni.

Takið eftir, gestir sitja við tvö langborð og það er þjónað til borðs.

Kvöldverðar matseðill

Við bjóðum þriggja rétta matseðil sem skiptist á milli kjöt- og fiskrétta. Fyrst er forréttur, síðan kemur aðalréttur og að síðustu eftirréttur.

Aðeins er í boði einn kjöt-og fiskréttur hvert kvöld.

Forréttur 2.000 kr. aðalréttur 6.000 kr. og eftirréttur 2.000 kr.

Við gefum ekkert eftir í gæðum matar, aðeins besta hráefni er valið og kokkar okkar leggja mikla vinnu í að framreiða matinn, þannig að þið munið ekki gleyma kvöldstund hjá okkur.

Eldhúsið er opið frá kl. 19.00 – 21.00

Fyrirtæki, við bjóðum uppá sérlega góða aðstöðu. Skjávarpi, tjald, tafla, fundarborð eða hægindastólar. Veitingar, spa, gisting. Hvataferðir, hópefli, fundir. Hentar minni fyrirtækjum. Takið eftir að aðeins er um að ræða að taka allt hótelið fyrir fyrirtækjafundi.

Hótelið er staðsett í Flóahreppi 10 km austur af Selfossi. Í nágrenni hótelsins eru helstu ferðamannastaðir landsins.

Munið svo eftir að við erum með allar veitingar í boði, óáfenga og áfenga drykki eins og kokteila, valin vín, sterka drykki og öl. Ef gestir óska eftir að drekka vín sem þeir kaupa sjálfir er tappagjald 2.500 kr. á vínflöskuna. Barinn er opinn frá 08-24.

 

Við bjóðum Lauf fjallahjól að láni. Í Flóahreppi eru einar bestu hjólaleiðir sem finnast á Íslandi.

 

 

 

 

Gjafabréf.  Sendið okkur póst á stay@360hotel.is og við afgreiðum gjafabréf á 5 mínútum. Sendum ykkur PDF skjal eða fallega hannað gjafabréf í pósti.

Pantið með því að senda póst á stay@360hotel.is eða hringið í síma 562 2900.

Með bestu haust og vetrarkveðjum,

Ólafur Sigurðsson, hótelstjóri